![]() |
Frímúrarareglan á Íslandi Almennar upplýsingar |
|
Hvað er gert á stúkufundum? | ||
Einungis frímúrarabræðrum er heimilt að sitja
þar fundi. Fundir hefjast og þeim er slitið á hátíðlegan hátt, en það myndar
eins konar ramma um starfið sem fram fer á fundunum. Fundarstörfin eru í samræmi við
gamla og fagra siði. Þau byggjast að nokkru á táknmáli, sem hvetur bræðurna til
umhugsunar og íhugunar. Með starfinu er ætlast til, að bræðrunum sé gert
auðveldara að auka þekkingu á sjálfum sér og rækta manngildi sitt. Í
Frímúrarareglunni á Íslandi er þetta starf unnið á kristnum grundvelli, en um
trúarskoðanir eða trúfræðitúlkanir er ekki rætt á stúkufundum eða í Reglunni. Á venjulegum stúkufundi fer að jafnaði m.a. fram upptaka nýs bróður. Eftir stúkufundinn safnast menn saman til kvöldverðar og samræðna á óþvingaðan og frjálslegan hátt, þar sem starfið á fundinum er gjarnan rætt. Kvöldstund í stúkunni er í senn hátíð, gleði og alvara, og er ánægjuleg tilbreyting frá daglegum störfum. Frímúrarareglan veitir mönnum dýpri skilning á sjálfum sér og afstöðu sinni til þess heims sem þeir lifa í. Hún hvetur til heiðarleika og drengskapar í hvívetna og getur verið grundvöllur dýrmætra vináttubanda. |
|
|