![]() |
Frímúrarareglan á Íslandi Almennar upplýsingar |
|
Hvað er frímúrarastúka? | ||
Frímúrarastúka er félag frímúrara. Sjálft
orðið stúka merkir m.a. lokað rými, en merkir nú annarsvegar þau húsakynni, sem
frímúrarar halda fundi sína í, og hins vegar þann hóp frímúrara, sem mynda
félagseiningu innan Reglunnar. Hér á landi eru fundir haldnir reglulega í hverri stúku (vikulega/hálfsmánaðar- eða mánaðarlega) frá lokum september til byrjunar maí ár hvert og yfirleitt á sama vikudegi. Fundirnir hefjast venjulega kl. 19 og enda um kl. 23. Þeir eru auglýstir í Morgunblaðinu. Ekki er skylda að mæta á stúkufundum, en án nokkuð reglubundinnar fundarsóknar hefur það lítinn tilgang að vera bróðir í Frímúrarareglunni. |
|
|